Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2019 22:57 Gunnar Nelson mátti sætta sig við tap í kvöld er hann mætti Englendingnum Leon Edwards á UFC bardagakvöldi í London. Gunnar var kominn á gott skrið eftir sigur á Alex Oliveira í desember en tapið í kvöld var einkar svekkjandi. Edwards vann á dómaraúrskurði en einn dómaranna þriggja úrskurðaði Gunnari reyndar sigurinn. Mestu munaði um þungt olnbogahögg sem Edwards veitti Gunnari í annarri lotu. Það stórsá á Gunnari eftir höggið en hann náði að klára lotuna og var svo nálægt því að hengja Edwards í þriðju og síðustu lotunni eftir að hafa náð Englendingnum í gólfið. „Við vorum búnir að horfa á upptökur af Gunnari og sáum að þegar hann fer úr návígi [e. clinch] þá lætur hann hendurnar niður. Þá náði ég honum með olnboganum,“ sagði Edwards eftir bardagann en viðtal við hann má sjá efst í fréttinni, sem og umrætt olnbogahögg. Edwards telur að hann eigi skilið að mæta þeim sem ber sigur úr býtum úr aðalbardaga kvöldsins í London. Hann hafi sýnt í kvöld að hann sé alhliðabardagamaður. „Ég get gert þetta allt. Gunnar er einn besti glímumaður deildarinnar en ég vann. Ég er enn bara 27 ára og enn að læra.“ MMA Tengdar fréttir Í beinni: Gunnar Nelson berst við Leon Edwards Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Gunnar Nelson mátti sætta sig við tap í kvöld er hann mætti Englendingnum Leon Edwards á UFC bardagakvöldi í London. Gunnar var kominn á gott skrið eftir sigur á Alex Oliveira í desember en tapið í kvöld var einkar svekkjandi. Edwards vann á dómaraúrskurði en einn dómaranna þriggja úrskurðaði Gunnari reyndar sigurinn. Mestu munaði um þungt olnbogahögg sem Edwards veitti Gunnari í annarri lotu. Það stórsá á Gunnari eftir höggið en hann náði að klára lotuna og var svo nálægt því að hengja Edwards í þriðju og síðustu lotunni eftir að hafa náð Englendingnum í gólfið. „Við vorum búnir að horfa á upptökur af Gunnari og sáum að þegar hann fer úr návígi [e. clinch] þá lætur hann hendurnar niður. Þá náði ég honum með olnboganum,“ sagði Edwards eftir bardagann en viðtal við hann má sjá efst í fréttinni, sem og umrætt olnbogahögg. Edwards telur að hann eigi skilið að mæta þeim sem ber sigur úr býtum úr aðalbardaga kvöldsins í London. Hann hafi sýnt í kvöld að hann sé alhliðabardagamaður. „Ég get gert þetta allt. Gunnar er einn besti glímumaður deildarinnar en ég vann. Ég er enn bara 27 ára og enn að læra.“
MMA Tengdar fréttir Í beinni: Gunnar Nelson berst við Leon Edwards Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Í beinni: Gunnar Nelson berst við Leon Edwards Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00
Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41