Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 18:43 Fjórir dómarar Landsréttar eru frá störfum við dómstólinn um óákveðinn tíma. Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00