Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 24-29 | Langþráður sigur Stjörnunnar Gabríel Sighvatsson skrifar 17. mars 2019 20:15 Rúnar á hliðarlínunni í vetur. vísir/bára Stjarnan sótti Fram heim í 18. umferð Olís-deildar karla. Bæði liðin voru í harðri báráttu um umspilssæti. Fyrri leikur liðanna hafði endað með sigri Stjörnunna og í dag mátti einnig sjá gæðamun á liðunum. Stjarnan komst í forystu snemma leiks og hélt henni lengi. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að eiga kafla hafði Stjarnan 4ja marka forystu. Í seinni hálfleik var leikurinn stöðugri og hvorugt liðið stóð upp úr. Markmennirnir spiluðu stóra rullu í kvöld og voru báðir virkilega öflugir ásamt vörn, sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir mikinn baráttuleik hafði Stjarnan að lokum þægilegan sigur og heldur sér þannig í umspilsbaráttunni.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan spilaði betur í kvöld, svo einfalt er það. Fram mætti ekki nógu vel til leiks og voru undir á öllum vígstöðvum. Það var ekki að sjá að þarna væru lið á svipuðum stað í deildinni að mætast. Stjarnan fékk að gera nánast það sem þeim sýndist og mættu ekki mikilli mótspyrnu.Hvað gekk illa? Framarar voru slakir í vörn og sókn. Þeir náðu góðum kafla um miðbik fyrri hálfleiks en eftir það virtust þeir búnir með púðrið. Í hálfleik voru þeir undir og Stjarnan kom af krafti inn í seinni hálfleik og hélt áfram að stjórna leiknum og héldu haus alveg til enda.Hverjir stóðu upp úr?Markmenn beggja liða voru í fantaformi í kvöld. Viktor Gísli var með 15 varða bolta og hélt heimamönnum inni í leiknum lengi vel. Sveinbjörn Pétursson, Stjörnunni, var einnig með 15 bolta. Andri Þór og Þorsteinn Gauti voru með 6 mörk hvor en ef Þorsteinn Gauti hefði stigið upp fyrr í leiknum hefði þetta kannski orðið önnur saga. Hjá Stjörnunni var Aron Dagur Pálsson frábær í fyrri hálfleik og kláraði leik með 9 mörk. Þegar Aron hvíldi sig í seinni hálfleik tók Egill Magnússon við markaskoruninni og setti 7 mörk.Hvað gerist næst? Fram er aftur komið í bullandi fallbaráttu, eins og þeir hafa verið í allt tímabilið, aðeins einu stigi á undan Akureyri sem hafði betur gegn botnliði Gróttu fyrr í dag. Stjarnan nældi í sinn fyrsta sigur á þessu ári og halda sér í umspilssæti. Stjarnan mætir Gróttu einmitt næst og hugsa sér gott til glóðarinnar á meðanAron Dagur: Stillt upp sem úrslitaleik Aron Dagur Pálsson, leikmaður Stjörnunnar, var ánægður með langþráðan sigur. „Það er hrikalega gott að landa þessum tveimur stigum og sannfærandi líka. Við vorum betri allan leikinn og sigldum þessu sannfærandi heim.” Stjarnan var búin að bíða lengi eftir sigrinum en þeir höfðu ekki unnið leik í 4 mánuði fram að þessum. „Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir, við erum ekki tryggðir í þessa úrslitakeppni. Þessu var stillt upp sem úrslitaleik upp á framhaldið að gera og það gekk vel og það er hægt að byggja upp á þessu.” „Ég held við séum ekki búnir að vinna leik síðan 2. desember þannig að það var gott að ná í fyrsta sigur ársins og svona vel. Við erum búnir að spila ágætlega í síðustu tveimur leikjum en ekki náð að vinna þannig að það var gott að ná loks tveimur stigum.” Aron var ánægður með spilamennskuna í kvöld en allir hlutar af leik Stjörnunnar gekk vel í dag. „Við spiluðm fanta vörn allan tímann, Bubbi (Sveinbjörn Pétursson) er frábær í markinu og sóknarleikurinn gekk nokkuð vel. Það komu nokkrir kaflar í leiknum þar sem við vorum höktandi en mér fannst við leysa þetta mjög vel í dag.” „Við ætluðum að reyna að slaka ekkert á og allt það en það gerist aðeins sjálfkrafa þegar maður er að verja eitthvað en mér fannst við samt gera þetta vel og héldum þeim í hæfilegri fjarlægð.” sagði Aron dagur að lokum.Rúnar: Kennum HSÍ um þetta„Ég er ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Við náðum að halda forystu allan leikinn þrátt fyrir að Fram hafi gert nokkur áhlaup.” „Við gerðum smá gloríur inn á milli en við héldum haus og það dró okkur ekki niður og ég er ánægður með þetta.” sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur liðsins í dag. „Við erum að spila með tvær varnir, báðar virkað mjög vel, Aron (Dagur Pálsson) var frábær, Egill (Magnússon) átti erfitt uppdráttar fyrir utan síðasta korterið. Heilt yfir kom bara maður í manns stað, ég held að allir hafi komið inn á í dag. Það var stígandi í þessu loksins.” Liðið hafði beðið lengi eftir þessum sigri. „Við kennum náttúrulega HSÍ um það að setja leikjaprógrammið upp svona.” sagði Rúnar glettinn. „Það er síðan 2. desember 2018 sem við unnum síðast leik þannig að þetta er kærkomið.” Það hefur verið stígandi í Stjörnu-liðinu en er þetta merki um það sem koma skal. „Það er ekki hægt, því miður með þessa stráka, að ganga að því gefnu að næsti leikur verði á svipuðum nótum. Við munum reyna að undirbúa okkur eins vel og hægt er. Ef við gerum það nógu vel og tökum verkefninu nógu alvarlega þá ættum við að geta „perform-að” á svipuðu „level-i” og í dag.” sagði Rúnar. „Við værum komnir út úr úrslitakeppninni með tapi í dag og komnir í fallbaráttu, þetta var fyrsta skrefið upp úr því. Það eru 4 umferðir eftir og það stefnir allt í að þetta verði æsispennandi.”Guðmundur: Fjögurra stiga leikir það sem eftir er„Við mættum liði sem var miklu betra í dag á flestum stöðum. Hvort sem það var vörn, sókn eða markvarsla, þeir voru bara betri, miklu betri, í dag.” sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leik en hann var ekki sáttur með spilamennskuna í kvöld. „Þeir fá bara að skjóta og slútta eins og þeir vilja. Viktor var góður í fyrri hálfleik, það vantaði smá í seinni hálfleik.” „Vörnin er hræðileg hjá okkur í alla staði, við erum með 14 tapaða bolta. Eins og ég segi, spilum bara eins og þeir leyfðu okkur og þeir voru bara miklu betri.” sagði Gummi sem segir þetta sé vond staða fyrir liðið að vera í. „Auðvitað ætlum við okkur miklu meira og þetta var okkar séns til að komast inn í pakkann aftur. Við þurfum bara að gera þetta á annan hátt. Við mætum dýrvitlausir í næsta leik sem er á móti ÍR í Austurbergi. Það er 4ja stiga leikur eins og allir leikir eru hjá okkur.” „Baráttan heldur áfram, deildin er æðisleg og það er keppnir út um alla deild þannig að þetta verða bara 4ja stiga leikir það sem eftir er.” Fram var með tvo sigra á bakinu og í séns að blanda sér í umspilsbaráttuna fyrir leikinn í kvöld en fallbaráttan heldur í staðinn áfram hjá þeim. „Við erum búnir að vera þar í allan vetur. Ekki það sem við ætluðum okkur en nú verða menn að girða sig í brók og halda áfram. Þessir stóru póstar fara ekki í gang fyrr en nokkrar mínútur eru eftir og það munar um það sóknarlega og við erum að tapa boltanum of oft.” Gummi vildi þó ekki taka neitt af Stjörnunni. „En aftur, Stjarnan var frábær. Bubbi var frábær í markinu og það er erfitt að eiga við Stjörnuna í þessum ham.” Olís-deild karla
Stjarnan sótti Fram heim í 18. umferð Olís-deildar karla. Bæði liðin voru í harðri báráttu um umspilssæti. Fyrri leikur liðanna hafði endað með sigri Stjörnunna og í dag mátti einnig sjá gæðamun á liðunum. Stjarnan komst í forystu snemma leiks og hélt henni lengi. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að eiga kafla hafði Stjarnan 4ja marka forystu. Í seinni hálfleik var leikurinn stöðugri og hvorugt liðið stóð upp úr. Markmennirnir spiluðu stóra rullu í kvöld og voru báðir virkilega öflugir ásamt vörn, sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir mikinn baráttuleik hafði Stjarnan að lokum þægilegan sigur og heldur sér þannig í umspilsbaráttunni.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan spilaði betur í kvöld, svo einfalt er það. Fram mætti ekki nógu vel til leiks og voru undir á öllum vígstöðvum. Það var ekki að sjá að þarna væru lið á svipuðum stað í deildinni að mætast. Stjarnan fékk að gera nánast það sem þeim sýndist og mættu ekki mikilli mótspyrnu.Hvað gekk illa? Framarar voru slakir í vörn og sókn. Þeir náðu góðum kafla um miðbik fyrri hálfleiks en eftir það virtust þeir búnir með púðrið. Í hálfleik voru þeir undir og Stjarnan kom af krafti inn í seinni hálfleik og hélt áfram að stjórna leiknum og héldu haus alveg til enda.Hverjir stóðu upp úr?Markmenn beggja liða voru í fantaformi í kvöld. Viktor Gísli var með 15 varða bolta og hélt heimamönnum inni í leiknum lengi vel. Sveinbjörn Pétursson, Stjörnunni, var einnig með 15 bolta. Andri Þór og Þorsteinn Gauti voru með 6 mörk hvor en ef Þorsteinn Gauti hefði stigið upp fyrr í leiknum hefði þetta kannski orðið önnur saga. Hjá Stjörnunni var Aron Dagur Pálsson frábær í fyrri hálfleik og kláraði leik með 9 mörk. Þegar Aron hvíldi sig í seinni hálfleik tók Egill Magnússon við markaskoruninni og setti 7 mörk.Hvað gerist næst? Fram er aftur komið í bullandi fallbaráttu, eins og þeir hafa verið í allt tímabilið, aðeins einu stigi á undan Akureyri sem hafði betur gegn botnliði Gróttu fyrr í dag. Stjarnan nældi í sinn fyrsta sigur á þessu ári og halda sér í umspilssæti. Stjarnan mætir Gróttu einmitt næst og hugsa sér gott til glóðarinnar á meðanAron Dagur: Stillt upp sem úrslitaleik Aron Dagur Pálsson, leikmaður Stjörnunnar, var ánægður með langþráðan sigur. „Það er hrikalega gott að landa þessum tveimur stigum og sannfærandi líka. Við vorum betri allan leikinn og sigldum þessu sannfærandi heim.” Stjarnan var búin að bíða lengi eftir sigrinum en þeir höfðu ekki unnið leik í 4 mánuði fram að þessum. „Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir, við erum ekki tryggðir í þessa úrslitakeppni. Þessu var stillt upp sem úrslitaleik upp á framhaldið að gera og það gekk vel og það er hægt að byggja upp á þessu.” „Ég held við séum ekki búnir að vinna leik síðan 2. desember þannig að það var gott að ná í fyrsta sigur ársins og svona vel. Við erum búnir að spila ágætlega í síðustu tveimur leikjum en ekki náð að vinna þannig að það var gott að ná loks tveimur stigum.” Aron var ánægður með spilamennskuna í kvöld en allir hlutar af leik Stjörnunnar gekk vel í dag. „Við spiluðm fanta vörn allan tímann, Bubbi (Sveinbjörn Pétursson) er frábær í markinu og sóknarleikurinn gekk nokkuð vel. Það komu nokkrir kaflar í leiknum þar sem við vorum höktandi en mér fannst við leysa þetta mjög vel í dag.” „Við ætluðum að reyna að slaka ekkert á og allt það en það gerist aðeins sjálfkrafa þegar maður er að verja eitthvað en mér fannst við samt gera þetta vel og héldum þeim í hæfilegri fjarlægð.” sagði Aron dagur að lokum.Rúnar: Kennum HSÍ um þetta„Ég er ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Við náðum að halda forystu allan leikinn þrátt fyrir að Fram hafi gert nokkur áhlaup.” „Við gerðum smá gloríur inn á milli en við héldum haus og það dró okkur ekki niður og ég er ánægður með þetta.” sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur liðsins í dag. „Við erum að spila með tvær varnir, báðar virkað mjög vel, Aron (Dagur Pálsson) var frábær, Egill (Magnússon) átti erfitt uppdráttar fyrir utan síðasta korterið. Heilt yfir kom bara maður í manns stað, ég held að allir hafi komið inn á í dag. Það var stígandi í þessu loksins.” Liðið hafði beðið lengi eftir þessum sigri. „Við kennum náttúrulega HSÍ um það að setja leikjaprógrammið upp svona.” sagði Rúnar glettinn. „Það er síðan 2. desember 2018 sem við unnum síðast leik þannig að þetta er kærkomið.” Það hefur verið stígandi í Stjörnu-liðinu en er þetta merki um það sem koma skal. „Það er ekki hægt, því miður með þessa stráka, að ganga að því gefnu að næsti leikur verði á svipuðum nótum. Við munum reyna að undirbúa okkur eins vel og hægt er. Ef við gerum það nógu vel og tökum verkefninu nógu alvarlega þá ættum við að geta „perform-að” á svipuðu „level-i” og í dag.” sagði Rúnar. „Við værum komnir út úr úrslitakeppninni með tapi í dag og komnir í fallbaráttu, þetta var fyrsta skrefið upp úr því. Það eru 4 umferðir eftir og það stefnir allt í að þetta verði æsispennandi.”Guðmundur: Fjögurra stiga leikir það sem eftir er„Við mættum liði sem var miklu betra í dag á flestum stöðum. Hvort sem það var vörn, sókn eða markvarsla, þeir voru bara betri, miklu betri, í dag.” sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leik en hann var ekki sáttur með spilamennskuna í kvöld. „Þeir fá bara að skjóta og slútta eins og þeir vilja. Viktor var góður í fyrri hálfleik, það vantaði smá í seinni hálfleik.” „Vörnin er hræðileg hjá okkur í alla staði, við erum með 14 tapaða bolta. Eins og ég segi, spilum bara eins og þeir leyfðu okkur og þeir voru bara miklu betri.” sagði Gummi sem segir þetta sé vond staða fyrir liðið að vera í. „Auðvitað ætlum við okkur miklu meira og þetta var okkar séns til að komast inn í pakkann aftur. Við þurfum bara að gera þetta á annan hátt. Við mætum dýrvitlausir í næsta leik sem er á móti ÍR í Austurbergi. Það er 4ja stiga leikur eins og allir leikir eru hjá okkur.” „Baráttan heldur áfram, deildin er æðisleg og það er keppnir út um alla deild þannig að þetta verða bara 4ja stiga leikir það sem eftir er.” Fram var með tvo sigra á bakinu og í séns að blanda sér í umspilsbaráttuna fyrir leikinn í kvöld en fallbaráttan heldur í staðinn áfram hjá þeim. „Við erum búnir að vera þar í allan vetur. Ekki það sem við ætluðum okkur en nú verða menn að girða sig í brók og halda áfram. Þessir stóru póstar fara ekki í gang fyrr en nokkrar mínútur eru eftir og það munar um það sóknarlega og við erum að tapa boltanum of oft.” Gummi vildi þó ekki taka neitt af Stjörnunni. „En aftur, Stjarnan var frábær. Bubbi var frábær í markinu og það er erfitt að eiga við Stjörnuna í þessum ham.”
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti