Arsenal snéri við taflinu gegn Rennes og er komið áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2019 21:45 Aubameyang fagnaði með skemmtilegri grímu í kvöld. vísir/getty Arsenal var 3-1 undir eftir fyrri leikinn gegn Rennes í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þeir snéru við taflinu á Emirates í kvöld. Lundúnarliðið vann 3-0 sigur í síðari leiknum og er komið áfram. Það voru ekki liðnar rétt rúmlega fjórar mínútur er fyrsta markið kom. Ainsley Maitland-Niles átti góða sendingu á Aaron Ramsey sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang kom boltanum yfir línuna. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Arsenal forystuna. Nú var það Ainsley Maitland-Niles sem skoraði eftir sendingu Aubameyang en endursýning leiddi í ljós að Aubameyang var rangstæður. Ekkert VAR í Evrópudeildinni og leik haldið áfram.Pierre-Emerick Aubameyang is the first Arsenal to be directly involved in three goals in a #UEL game in the Europa League era. There's no stopping him tonight. pic.twitter.com/camu0nrncN— Squawka Football (@Squawka) March 14, 2019 Staðan var 2-0 í hálfleik og Arsenal á leið áfram á útivallarmörkum. Þeir voru þó ekki hætætir því Aubameyang bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal á 72. mínútu. Lokatölur 3-0 sigur Arsenal og samanlagt 4-3. Evrópudeild UEFA
Arsenal var 3-1 undir eftir fyrri leikinn gegn Rennes í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þeir snéru við taflinu á Emirates í kvöld. Lundúnarliðið vann 3-0 sigur í síðari leiknum og er komið áfram. Það voru ekki liðnar rétt rúmlega fjórar mínútur er fyrsta markið kom. Ainsley Maitland-Niles átti góða sendingu á Aaron Ramsey sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang kom boltanum yfir línuna. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Arsenal forystuna. Nú var það Ainsley Maitland-Niles sem skoraði eftir sendingu Aubameyang en endursýning leiddi í ljós að Aubameyang var rangstæður. Ekkert VAR í Evrópudeildinni og leik haldið áfram.Pierre-Emerick Aubameyang is the first Arsenal to be directly involved in three goals in a #UEL game in the Europa League era. There's no stopping him tonight. pic.twitter.com/camu0nrncN— Squawka Football (@Squawka) March 14, 2019 Staðan var 2-0 í hálfleik og Arsenal á leið áfram á útivallarmörkum. Þeir voru þó ekki hætætir því Aubameyang bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal á 72. mínútu. Lokatölur 3-0 sigur Arsenal og samanlagt 4-3.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“