Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 11:53 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira