Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:33 Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. Þetta hefur verið hans afstaða frá árinu 2017 en Gísli segir að ekkert hafi breyst síðan. Skjáskot: Myndband uvg „Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
„Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04