Enski boltinn

Áhorfandinn sem stjakaði við Smalling handtekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Áhorfandinn mættur á völlinn og fagnar.
Áhorfandinn mættur á völlinn og fagnar. vísir/getty
Það var ekki bara í leik Birmingham og Aston Villa sem áhorfandi hljóp inn á völlinn og gerði allt vitlaust en það gerðist einnig í ensku úrvalsdeildinni.

Það gerðist í stórleik umferðarinnar á Emirates í síðasta leik dagsins er Arsenal varð fyrsta enska liðið til þess að hafa betur gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United.

Eftir að Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal í 2-0 hljóp einn stuðningsmaður Arsenal inn á völlinn og fagnaði með Arsenal-liðinu. Á leið sinni til leikmanna Arsenal stjakaði hann Chris Smalling við litla hrifningu viðstaddra.





Arsenal staðfesti svo nú í kvöld að maðurinn sem hljóp inn á völlinn hefur verið handtekinn en öryggisgæslan á Emirates náði að handsama manninn er hann hafði verið um stund inni á vellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×