Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur hjá Liverpool en City fær auðvelt verkefni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erfitt verkefni bíður Mane og félaga á morgun.
Erfitt verkefni bíður Mane og félaga á morgun. vísir/getty
Enski boltinn fer af stað aftur í dag eftir landsleikjahlé en nú styttist og styttist í endalok tímabilsins.

Stórleikur helgarinnar er á morgun er Liverpool fær Tottenham í heimsókn en Liverpool er með tveggja stiga forskot á Man. City á toppi deildarinnar. Liverpool hefur leikið einum leik fleira.

Tottenham er að berjast fyrir einu af fjórum efstu sætunum en þeir eru nú í þriðja sæti deildarinnar með 61 stig. Chelsea er í sjötta sætinu með 57 stig svo það er stutt á milli.

Chelsea verður einnig í eldlínunni á morgun er þeir heimsækja Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff sem eru í bullandi fallbaráttu.

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni í dag er Everton fær West Ham í heimsókn. Everton er í ellefta sætinu með 40 stig en West Ham er í níunda sætinu með 42 stig. Mikilvæg stig í boði.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með íslenska liðinu gegn Frakklandi á dögunum og óvíst er hvort að hann verði klár er Burnley fær Wolves í heimsókn. Burnley er tveimur stigum frá fallsæti.

Manchester United spilar klukkan þrjú í dag er liðið fær Watford í heimsókn en þetta er fyrsti leikur liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær fékk þriggja ára samning.

Upphitunarmyndband fyrir leiki helgarinnar má sjá hér að neðan sem og hvaða leikir eru í beinni á sportstöðvum Stöðvar 2 um helgina.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

12.30 Fulham - Man. City

15.00 Brighton - Southampton

15.00 Burnley - Wolves

15.00 Crystal Palace - Huddersfield

15.00 Leicester - Bournemouth

15.00 Man. United - Watford

17.00 West Ham - Everton

Sunnudagur:

13.05 Cardiff - Chelsea

15.30 Liverpool - Tottenham



Klippa: Premier League Matchweek 32 Preview



Fleiri fréttir

Sjá meira


×