Fótbolti

Messi: Sakna Ronaldo á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Ronaldo í síðasta leiknum milli Real og Barcea sem þeir spiluðu báðir.
Messi og Ronaldo í síðasta leiknum milli Real og Barcea sem þeir spiluðu báðir. vísir/getty
Lionel Messi, einn besti fótboltamðaur heims, segir að hann sakni Cristiano Ronaldo á Spáni og segir að hann muni líklega spila aftur í Argentínu áður en hann hættir.

Ronaldo færði sig um set er hann gekk í raðir Juventsu eftir hatramma baráttu við Messi á Spáni í áraraðir. Argentínumaðurinn saknar Ronaldo.

„Ég sakna Cristiano á Spáni. Það var frábært að hafa hann hérna þrátt fyrir að það hafi pirrað mig að hann hafi unnið svo marga titla. Það væri frábært ef hann væri enn hér,“ sagði Messi við C5N.

Messi var með argentíska landsliðinu í síðustu viku er liðið fékk 3-1 skell gegn Venesúela og liðið datt snemma út af HM í Rússlandi í sumar. Á því er eðlileg skýring segir Messi.

„Ég held að það hafi verið farið of hratt í kynslóðabreytingar. Það hefði átt að gera þetta hækar. Þú verður að gefa krökkunum tíma og sjálfstaust. Þetta var risa breyting.“

Aðspurður um hvernig hann sæi fyrir sér næstu ár lá ekki á svörunum hjá Messi.

„Ég mun reyna lengja ferilinn sem mest. Ég myndi elska það að enda ferilinn hjá Newell en það er ekki auðvelt,“ en Newell Old Boys er uppeldisfélag Messi. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvað gerist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×