Fótbolti

Roskilde bjargað frá gjaldþroti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frederik er væntanlega glaður í dag.
Frederik er væntanlega glaður í dag.
Danska B-deildarliðið Roskilde hefur náð að bjarga sér frá gjaldþroti en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú undir kvöld.

Liðið hafði verið í mikilli fjárhagskrísu upp á síðkastið og á tímapunkti var útlit fyrir að liðið yrði gjaldþrota.

Með hjálp viðskiptamanna í bænum náðist að bjarga liðinu á skemmri tíma en búist var við, er sagt á heimasíðu félagsins. Carsten Salomonsson er nýr eigandi félagsins.





Íslenski markvörðurinn Frederik Schram er á mála hjá félaginu en hann hefur verið hjá félaginu frá 2016. Þá kom hann frá Vestsjælland sem varð einnig gjaldþrota.

Roskilde er í níunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti, en tíu leikir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×