Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við flugfreyjur WOW air og formann VR en félagið hyggst greiða félagsmönnum sínum sem störfuðu hjá flugfélaginu laun um mánaðamótin. Þá verður rætt við Sigurði Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, í beinni útsendingu um vinnuna samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda.

Einnig verður rætt við verkalýðshreyfinguna um stöðu mála en stíft verður fundað í kjaradeilu VR, Eflingar og fleiri félaga um helgina auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá mótmælum vegna aðstæðna hælisleitenda.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×