Fyrirliða enska fótboltalandsliðsins dreymir um að spila í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 16:00 Harry Kane með Gullskóinn sem hann fékk fyrir að vera markakóngur HM í Rússlandi 2018. Vísir/Getty Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane. Enski boltinn NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane.
Enski boltinn NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira