Enski boltinn

Breytt staða Tottenham gerir leikinn ekki auðveldari fyrir Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool verður að spila sinn allra besta leik ætli liðið að leggja Tottenham á sunnudaginn. Þetta segir Phil Thompson, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports.

Liverpool er á toppi deildarinnar er deildin fer aftur í gang eftir landsleikjahlé en þeir hafa leikið einum leik meira en keppinautarnir í Manchester City. City spilar við Fulham um helgina en Liverpool mætir Fulham.

Tottenham hefur verið á niðurleið á síðustu vikum en þeir voru lengi vel í baráttunni um meistaratitilinn. Þeir hafa nú fjarlægst City og Liverpol en berjast nú um topp fjögur sætin. Það gerir leikinn erfiðari fyrir Liverpool, segir Thomspon.

„Tottenham eru alltaf topp lið. Ég held að allir elski hvernig þeir spila og þeir eru með heimsklassastjóra sem líkar að breyta hlutunum. Tottenham er hættulegur andstæðingur á öllum tímum,“ sagði Thompson.

„Þeir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikum og nú eru þeir ekki að keppa um titilinn heldur verða þeir að tryggja sætið í Meistaradeidlinni því þeir þurfa Meistaradeildina á nýja leikvanginn. Það gerir þetta ekki léttara fyrir Liverpool.“

„Þetta verður rosalegur leikur. Þeir eru með stóra leikmenn og nokkra úr frábæru liði og lykillinn úr frábæru ensku liði er búið til úr leikmönnum Tottenham svo Liverpool verður að spila sinn besta leik á sunnudaginn,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×