Handbolti

Naumt tap fyrir heimaliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórey Rósa skoraði fimm mörk.
Þórey Rósa skoraði fimm mörk. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 21-19, fyrir Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamóti þar í landi.

Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Íslendingar komust yfir, 17-18, seint í leiknum en Pólverjar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkunum og tryggðu sér sigurinn.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk. Hafdís Renötudóttir varði 17 skot í íslenska markinu.

Á morgun mætir Ísland Argentínu og á sunnudaginn leikur íslenska liðið við það slóvakíska.

Mörk Íslands:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Lovisa Thompsson 1, Ester Óskarsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×