Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 22-26 | Mikilvægur sigur KA-manna Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2019 20:00 Áki Egilsnes var markahæstur í liði KA. Vísir/Bára KA vann fjögurra marka sigur, 26-22, á Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld og fór langt með það að halda sér í deildinni með stigunum tveimur. Þetta var svakalega mikilvægt fyrir norðanmenn. Áki Egilsnes var geggjaður í kvöld með tíu mörk. Taric Kasumovic skoraði einnig tíu mörk fyrir KA. KA-menn eru nú komnir með 15 stig í deildinni og það mun líklega halda liðinu í deildinni. Af hverju vann KA? KA-menn voru bara miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og það sást alveg frá fyrstu mínútu. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafi, keyrðu hraðan upp og voru fastir fyrir í vörninni. Leikmenn Aftureldingar virtust ekki tilbúnir í þennan slag og náðu aldrei að spila sinn leik. Norðanmenn voru með frábæran stuðning í stúkunni og var ekki að sjá að þeir væru á útivelli.Hverjir stóðu upp úr? Áki Egilsnes var stórkostlegur í kvöld og skoraði hann tíu mörk. Taric Kasumovic var einnig frábær og gerði hann tíu mörk einnig. Þessir tveir gerðu því tuttugu mörk af 26 fyrir KA, ótrúlegt alveg hreint. Jovan Kukobat var frábær í markinu í fyrri hálfeik og hjálpaði hann gestunum að ná upp forskoti sem Afturelding náði aldrei.Hvað gekk illa? Afturelding þarf einfaldlega að skoða sinn leik frá a-ö og lagfæra í raun allt sem snýr að handbolta. Hvort sem það er vörn, sókn og markvarsla. Leikmenn liðsins gerðu einnig oft á tíðum klaufalega byrjendamistök sem eiga ekki að sjá í deildinni.Hvað gerist næst? Afturelding situr sem fastast í sjötta sæti deildarinnar og þarf mikið að gerast til að liðið fari ofar og einnig neðar. KA-menn eiga núna klárlega að horfa á sæti í úrslitakeppninni, það er klárt. Stefán: Menn geta núna sagst vera Olís-deildar leikmennStefán Rúnar Árnasonvísir/bára„Þetta var heldur betur mikilvægur sigur. Við vissum að við myndum þurfa fleiri stig til að tryggja veru okkar í deildinni og við ætluðum að sækja tvö stig hingað í kvöld. Það var hrikalega gaman að sjá alla KA-mennina í stúkunni,“ segir Stefán Árnason, þjálfari KA, eftir sigurinn. „Við vorum bara svakalega flottir og algjörlega magnaðir. Ég er svo ánægður með hugafar leikmanna hér í kvöld.“ Hann segir að KA menn hafði lagt upp með að pressa Aftureldingu stíft frá fyrstu mínútu og hleypa hraðanum upp. „Við vorum framarlega og það var ótrúleg vinnsla í vörninni. Þegar það var korter eftir af leiknum var Afturelding búin að skora þrettán mörk sem sýnir hvað við vorum að leggja mikið á okkur í vörninni. Núna geta leikmenn okkar farið inn í klefa og sagt við sjálfan sig að þeir séu Olís-deildar leikmenn.“ Stefán segir að liðið ætli núna að reyna klifra ofar í töflunni og horfa þeir á úrslitakeppnina. „Við höldum bara áfram og eigum svo sem ekkert auðveldustu leikina í heimi eftir. En við ætlum að sjálfsögðu að ná í fleiri stig og við vitum hvað við getum munum reyna lenda eins ofarlega eins og við getum.“ Einar Andri: Eigum ekkert gott skilið eftir svona leikEinar Andri Einarssonvísir/bára„Frammistaða okkar var ekki nægilega góð og það skiptir engu máli hvar maður lítur á það. Hvort sem það er vörn, markvarsla eða sókn,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið. „Við vorum sjálfum okkar verstir í kvöld og klúðrum endalaust af dauðafærum hér á fyrstu mínútum leiksins og mér fannst það bara gefa tóninn inn í leikinn.“ Hann segir að ef menn gefa liði eins og KA blóð á tennurnar þá taka þeir því. „Sóknarlega erum við að fara illa með færin en líka að spila bara mjög illa. Það var ekki gott flæði á boltanum og við erum ekki að ógna nægilega vel. Ef við gerum ekki betra en þetta, þá eigum við ekkert gott skilið, það er bara klárt.“ Einar segir að það sé stutt í úrslitakeppnina og menn verði að fara rífa sig í gang. „Ef við ætlum að láta okkur dreyma um eitthvað þar þá þurfum við að fara líta í eigin barm.“ Olís-deild karla
KA vann fjögurra marka sigur, 26-22, á Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld og fór langt með það að halda sér í deildinni með stigunum tveimur. Þetta var svakalega mikilvægt fyrir norðanmenn. Áki Egilsnes var geggjaður í kvöld með tíu mörk. Taric Kasumovic skoraði einnig tíu mörk fyrir KA. KA-menn eru nú komnir með 15 stig í deildinni og það mun líklega halda liðinu í deildinni. Af hverju vann KA? KA-menn voru bara miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og það sást alveg frá fyrstu mínútu. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafi, keyrðu hraðan upp og voru fastir fyrir í vörninni. Leikmenn Aftureldingar virtust ekki tilbúnir í þennan slag og náðu aldrei að spila sinn leik. Norðanmenn voru með frábæran stuðning í stúkunni og var ekki að sjá að þeir væru á útivelli.Hverjir stóðu upp úr? Áki Egilsnes var stórkostlegur í kvöld og skoraði hann tíu mörk. Taric Kasumovic var einnig frábær og gerði hann tíu mörk einnig. Þessir tveir gerðu því tuttugu mörk af 26 fyrir KA, ótrúlegt alveg hreint. Jovan Kukobat var frábær í markinu í fyrri hálfeik og hjálpaði hann gestunum að ná upp forskoti sem Afturelding náði aldrei.Hvað gekk illa? Afturelding þarf einfaldlega að skoða sinn leik frá a-ö og lagfæra í raun allt sem snýr að handbolta. Hvort sem það er vörn, sókn og markvarsla. Leikmenn liðsins gerðu einnig oft á tíðum klaufalega byrjendamistök sem eiga ekki að sjá í deildinni.Hvað gerist næst? Afturelding situr sem fastast í sjötta sæti deildarinnar og þarf mikið að gerast til að liðið fari ofar og einnig neðar. KA-menn eiga núna klárlega að horfa á sæti í úrslitakeppninni, það er klárt. Stefán: Menn geta núna sagst vera Olís-deildar leikmennStefán Rúnar Árnasonvísir/bára„Þetta var heldur betur mikilvægur sigur. Við vissum að við myndum þurfa fleiri stig til að tryggja veru okkar í deildinni og við ætluðum að sækja tvö stig hingað í kvöld. Það var hrikalega gaman að sjá alla KA-mennina í stúkunni,“ segir Stefán Árnason, þjálfari KA, eftir sigurinn. „Við vorum bara svakalega flottir og algjörlega magnaðir. Ég er svo ánægður með hugafar leikmanna hér í kvöld.“ Hann segir að KA menn hafði lagt upp með að pressa Aftureldingu stíft frá fyrstu mínútu og hleypa hraðanum upp. „Við vorum framarlega og það var ótrúleg vinnsla í vörninni. Þegar það var korter eftir af leiknum var Afturelding búin að skora þrettán mörk sem sýnir hvað við vorum að leggja mikið á okkur í vörninni. Núna geta leikmenn okkar farið inn í klefa og sagt við sjálfan sig að þeir séu Olís-deildar leikmenn.“ Stefán segir að liðið ætli núna að reyna klifra ofar í töflunni og horfa þeir á úrslitakeppnina. „Við höldum bara áfram og eigum svo sem ekkert auðveldustu leikina í heimi eftir. En við ætlum að sjálfsögðu að ná í fleiri stig og við vitum hvað við getum munum reyna lenda eins ofarlega eins og við getum.“ Einar Andri: Eigum ekkert gott skilið eftir svona leikEinar Andri Einarssonvísir/bára„Frammistaða okkar var ekki nægilega góð og það skiptir engu máli hvar maður lítur á það. Hvort sem það er vörn, markvarsla eða sókn,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið. „Við vorum sjálfum okkar verstir í kvöld og klúðrum endalaust af dauðafærum hér á fyrstu mínútum leiksins og mér fannst það bara gefa tóninn inn í leikinn.“ Hann segir að ef menn gefa liði eins og KA blóð á tennurnar þá taka þeir því. „Sóknarlega erum við að fara illa með færin en líka að spila bara mjög illa. Það var ekki gott flæði á boltanum og við erum ekki að ógna nægilega vel. Ef við gerum ekki betra en þetta, þá eigum við ekkert gott skilið, það er bara klárt.“ Einar segir að það sé stutt í úrslitakeppnina og menn verði að fara rífa sig í gang. „Ef við ætlum að láta okkur dreyma um eitthvað þar þá þurfum við að fara líta í eigin barm.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti