Enski boltinn

Lukaku vill spila í fleirum af toppdeildum Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku gæti verið að spila sína síðustu leiki fyrir United
Romelu Lukaku gæti verið að spila sína síðustu leiki fyrir United vísir/getty
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku íhugar að yfirgefa Manchester United og spila í Ítalíu næsta vetur samkvæmt frétt Sky Sports.

Sky hefur eftir umboðsmanni Lukaku að hann ætli að skoða framtíðina í sumar því hann hafi áhuga á því að prófa að spila í fleirri deildum.



Lukaku kom til United árið 2017 frá Everton og hefur skorað 42 mörk í 90 leikjum fyrir félagið. Hann á rúm þrjú ár eftir af samningi sínum við United.

„Eins og er er hann einbeittur á að klára tímabilið,“ sagði Federico Pastorello, umboðsmaður Lukaku.

„Hann er leikmaður sem vill prófa nýja hluti og nýja menningu. Hann sér ferilinn fyrir sér í mörgum deildum.“

Lukaku er ekki eini leikmaðurinn sem gæti verið á förum frá Old Trafford en Ander Herrera á að vera búinn að komast að samkomulagi við PSG og þá verður Juan Mata samningslaus í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×