Marta telur rétt að ríkið ráði staðsetningu flugvallarins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 15:00 Marta sjálf býr í Skerjafirðinum, steinsnar frá flugvellinum. Hún segir ekkert ónæði fylgja honum sem orð er á gerandi og slysahætta sé ekki meiri en sú sem allri umferð fylgir. „Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira