Fótbolti

John O'Shea dró litlu strákana okkar í riðil með Rússlandi, Ungverjalandi og Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fagna á dögunum.
Strákarnir fagna á dögunum. mynd/ksí
Dregið var í úrslitakeppni EM U17 á Írlandi í kvöld en Ísland var í pottinum. Mótið fer fram á Írlandi þriðja til nítjánda maí.

Íslenska liðið tryggði sér sæti með frábærri framgöngu í Þýskalandi þar sem liðið endaði milliriðilinn á tveimur sigrum og einu jafntefli gegn Þýskalandi, 3-3.







John O'Shea er sérstakur sendiherra mótsins og hann var mættur til Írlands í dag til þess að hjálpa til við dráttinn. Hann er núverandi leikmaður Reading en var lengi vel á mála hjá Manchester United.

Dregið var svo í riðlana eftir nóg af myndböndum, ræðum og stuði. Ísland var í efri styrkleikaflokki. Ísland dróst í riðil með Rússlandi, Ungverjum og Portúgal.

Þjálfarar liðsins eru þeir Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson.

Riðlarnir:

A-riðill: Írland, Grikkland, Tékkland, Belgía

B-riðill: Svíþjóð, England, Frakkland, Holland

C-riðill: Rússland, Ungverjaland, Portúgal, Ísland

D-riðill: Austurríki, Þýskaland, Ítalía, Spánn


Tengdar fréttir

Litlu strákarnir okkar tryggðu sig inn á EM

Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja íslenska sautján ára landsliðsins í dag þegar drengjalandsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×