Enski boltinn

Sterling býður 550 nemendum við gamla skólann á bikarleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling fær væntanlega góðan stuðning úr stúkunni á laugardaginn.
Sterling fær væntanlega góðan stuðning úr stúkunni á laugardaginn. vísir/getty
Raheem Sterling hefur keypt 550 miða á leik Manchester City og Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar fyrir nemendur í gamla skólanum sínum. Daily Mail greinir frá.

Ekki nóg með það heldur ætlar Sterling að hitta nemendurna fyrir leikinn og þá leggur hann út fyrir ferðakostnaðinum.

Sterling fluttist frá Jamaíku til Englands þegar hann var fimm ára. Hann gekk í Copland Community School sem heitir í dag Ark Elvin Academy. Núna ætlar enski landsliðsmaðurinn að gleðja nemendur gamla skólans síns. Um 95% nemenda við skólann tilheyra minnihlutahópum. 

Með sigri á Brighton á laugardaginn kemst City í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 2013. Stuðningsmenn City virðast þó ekki vera mjög spenntir fyrir leiknum því félaginu gengur illa að selja þá miða sem því var úthlutað. City þurfti t.a.m. að skila 2000 miðum sem ekki seldust.

Næstu þrír leikir City eru allir í London. Eftir bikarleikinn gegn Brighton mætir City Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þriðjudaginn 9. apríl. Sunnudaginn 14. apríl er svo komið að deildarleik gegn Crystal Palace.

Sterling, sem er 24 ára, hefur skorað 19 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er á sínu fjórða tímabili hjá City.


Tengdar fréttir

Guardiola: Hætt að vera heppni hjá Liverpool

Pep Guardiola er ekki tilbúinn að gera mikið úr heppnismörkum Liverpool á leiktíðinni og gengur svo langt að hætta að tala um heppni þegar kemur að öllum sigurmörkum Liverpool undir lok leikja.

Guardiola sagði leikmönnum sínum hjá Man. City að gleyma fernunni

Allir í kringum þá og flestir áhugamenn um enska fótboltann eru að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City vinna einstaka fernu á þessu tímabili en knattspyrnustjóri félagsins vill aftur á móti að hans leikmenn hætti öllum slíkum vangaveltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×