Fótbolti

Landsliðsmiðverðirnir byrjuðu í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með Rostov.
Ragnar í leik með Rostov. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK sem vann 2-0 sigur á Asteras í fyrri leik liðanna í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar.

Sverrir Ingi var í varnarlínu PAOK og nældi sér í gult spjald á 66. mínútu en Leo Matos skoraði bæði mörk PAOK. Fyrra markið kom á sautjándu mínútu en síðara markið í uppbótartímanum.

Síðari leikur liðanna fer fram eftir þrjár vikur en sigurliðið úr þessari rimmu mætir annað hvort AEK Aþenu eða Lamia í úrslitunum. Þau mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Ragnar Sigurðsson spilaði einnig allan leikinn í vörn Rostov sem gerði 2-2 jafntefli við Lokamotiv Moskvu í undanúrslitum rússneska bikarsins. Liðin mætast á ný eftir mánuð.

Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður hjá Rostov en Rostov náði í tvígang forystunni í leiknum. Þeir leika síðari leikinn á heimavelli og eru því í fínum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×