Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 10:15 Boeing ætlar að gefa út hugbúnaðaruppfærslu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Vísir/EPA Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48