Guardiola: Hætt að vera heppni hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 13:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarki Liverpool um síðustu helgi en markaskorarinn, Tottenham-maðurinn Toby Alderweireld, situr á grasinu. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola er ekki tilbúinn að gera mikið úr heppnismörkum Liverpool á leiktíðinni og gengur svo langt að hætta að tala um heppni þegar kemur að öllum sigurmörkum Liverpool undir lok leikja. Liverpool hefur klárað nokkra leiki með dramatískum sigurmörkum á þessu tímabili og það hefur séð til þess að Liverpool liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enn eitt dæmið um þetta var sigurmarkið á móti Tottenham um síðustu helgi þegar varnarmaður Tottenham liðsins skoraði afar slysalegt sjálfsmark á 90. mínútu leiksins. Breskir knattspyrnuspekingar fóru að velta því fyrir sér hvort að örlögin væru í liði með lærisveinum Jürgen Klopp og það væri bara skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn að Liverpool myndi enda 29 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum í ár. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í sínar tilfinningar gagnvart þessu sigurmarkið Liverpool liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins.“They are one of the strongest teams I have faced. They have everything" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 3, 2019Þetta var þriðja sigurmark Liverpool á leiktíðinni á 90. mínútu eða síðar en Pep Guardiola var ekki hissa á að Liverpool skoraði þetta heppnismark. „Kannski er þetta heppni þegar þetta gerist einu sinni eða tvisvar. Þegar þetta er farið að gerast fjórum eða fimm sinnum þá er þetta hætt að vera heppni hjá og kemur til af því að þeir eru með eitthvað sérstakt í gangi hjá sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ég eyði ekki tíma mínum í að hugsa: Þeir voru heppnir hérna, þarna og alls staðar. Það gefur mér ekki fleiri stig,“ sagði Guardiola. Manchester City getur tekið toppsætið aftur af Liverpool vinni liði Cardiff í kvöld. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira
Pep Guardiola er ekki tilbúinn að gera mikið úr heppnismörkum Liverpool á leiktíðinni og gengur svo langt að hætta að tala um heppni þegar kemur að öllum sigurmörkum Liverpool undir lok leikja. Liverpool hefur klárað nokkra leiki með dramatískum sigurmörkum á þessu tímabili og það hefur séð til þess að Liverpool liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enn eitt dæmið um þetta var sigurmarkið á móti Tottenham um síðustu helgi þegar varnarmaður Tottenham liðsins skoraði afar slysalegt sjálfsmark á 90. mínútu leiksins. Breskir knattspyrnuspekingar fóru að velta því fyrir sér hvort að örlögin væru í liði með lærisveinum Jürgen Klopp og það væri bara skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn að Liverpool myndi enda 29 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum í ár. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í sínar tilfinningar gagnvart þessu sigurmarkið Liverpool liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins.“They are one of the strongest teams I have faced. They have everything" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 3, 2019Þetta var þriðja sigurmark Liverpool á leiktíðinni á 90. mínútu eða síðar en Pep Guardiola var ekki hissa á að Liverpool skoraði þetta heppnismark. „Kannski er þetta heppni þegar þetta gerist einu sinni eða tvisvar. Þegar þetta er farið að gerast fjórum eða fimm sinnum þá er þetta hætt að vera heppni hjá og kemur til af því að þeir eru með eitthvað sérstakt í gangi hjá sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ég eyði ekki tíma mínum í að hugsa: Þeir voru heppnir hérna, þarna og alls staðar. Það gefur mér ekki fleiri stig,“ sagði Guardiola. Manchester City getur tekið toppsætið aftur af Liverpool vinni liði Cardiff í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira