Fótbolti

Alfreð skoraði en Augsburg úr leik á grátlegan hátt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í treyju 27 fagnar marki sínu í kvöld.
Alfreð í treyju 27 fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Alfreð Finnbogason skoraði mark Augsburg er liðið tapaði 2-1 fyrir RB Leipzig á grátlegan hátt í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Timo Werner kom Leipzig yfir á 74. mínútu. Alfreð byrjaði á bekknum en var kallaður á vettvang tíu mínútum fyrir leikslok.

Hann skoraði svo jöfnunarmark Augsburg er langt var komið inn í uppbótartímann en það var nánast síðasta spyrna venjulegs leiktíma. 1-1 og því þurfti að framlengja.

Leipzig sótti meira í framlengingunni en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma framlengarinnar. Jeffrey Gouweleeuw handlék þá knöttinn á heimskulegan hátt og úr vítaspyrnunni skoraði Marcel Halstenberg.

Leikurinn var liður í átta liða úrslitum keppninnar en Leipzig er komið í undanúrslit ásamt Hamburger SV. Á morgun eru svo tvær viðureignir; Bayern Munchen gegn Heidenheim annars vegar og hins vegar Schalke og Werder Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×