Fótbolti

Albert fékk loksins tækifæri í byrjunarliðinu er AZ kastaði frá sér sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson fékk loksins tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar en í kvöld gerði liðið 2-2 jafntefli við Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert var í fyrsta skipti í byrjunarliði AZ frá því tólfta janúar og spilaði hann fyrstu 80 mínútur leiksins.

Fyrri hálfleikur spilaðist vel fyrir AZ. Varnarmaðurinn öflugi Ron Vlaar kom þeim yfir á sjöundu mínútu og Teun Koopmeiners tvöfaldaði forystuna mínútu fyrir leikhlé.

Matus Bero minnkaði muninn fyrir Vitesse í upphafi síðari hálfleiksins og Vitesse jafnaði metin á 77. mínútu er Thomas Buitink jafnaði. Lokatölur 2-2.

Eftir jafnteflið er AZ áfram í þriðja sætinu með 51 stig, fjórum stigum á undan Feyenoord sem er í sætinu fyrir ofan. Vitesse er í sjöunda sætinu með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×