Enski boltinn

Óheppinn Lloris er enn einn besti markvörður í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino og Lloris á góðri stundu.
Pochettino og Lloris á góðri stundu. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Hugo Lloris, markvörður félagsins, hafi ekki verið sökudólgurinn í sigurmarki Liverpool gegn Tottenham á sunnudaginn.

Franski heimsmeistarinn varði skalla Mo Salah út í teiginn þar sem mikill darraðadans hófst milli Hugo og Toby Alderwerield sem endaði með því að Roberto Firmino kom boltanum yfir línuna.

„Hann er fyrirliðinn minn og hann er einn besti markvörður í heimi. Á því er enginn vafi,“ sagði Pochettino á fyrsta blaðamannafundinunm á nýja leikvangi Tottenham.

„Hann var óheppinn í þessari stöðu. Það vantaði viðbrögð frá okkar leikmanni, Alderwerield, sem endaði með því að við fengum á okkur mark. Hann verður í markinu á morgun. Þetta var óheppilegt því við áttum meira skilið en þetta gerist í fótboltanum.“

„Hann hefur verið svo mikilvægur í verkefni okkar síðustu fimm ár og hann verður einnig einn mikilvægasti leikmaður félagsins á komandi árum.“

Tottenham spilar í fyrsta sinn á nýja leikvangi sínum í kvöld er þeir mæta Crystal Palace. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×