Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en nú er reynt til þrautar að landa samningum í dag í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Við greinum frá gangi mála í kjaraviðræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 en verkföll strætóbílstjóra höfðu áhrif á fjölda farþega í dag.

Ellefu var sagt upp störfum hjá Securitas í dag en að sögn forstjóra fyrirtækisins má rekja uppsagnirnar til falls WOW air og samdráttar í rekstri. Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings sem rætt verður við í fréttatímanum.

Breska þingið greiðir atkvæði klukkan sjö í kvöld um fjórar tillögur til lausnar á Brexit flækjunni og þá á flokkur Erdogans Tyrklandsforseta undir högg að sækja en hann laut í lægra haldi fyrir stjórnarandstöðunni í sveitarstjórnakosningum sem fram fóru í landinu í gær.

Íslendingar og aðrir víða um heim hlupu apríl í dag en í fréttatímanum tökum við saman helstu aprílgöbbin í ár og segjum frá munaðarlausum hvolpum sem hafa fengið fósturmæður sem hugsa um þá sem sína eigin.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×