Arsenal örugglega í undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 20:45 Lacazette var hetjan í kvöld vísir/getty Arsenal tryggði sæti sitt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með eins marks sigri á Napólí á Ítalíu í kvöld. Arsenal fór inn í leikinn með tveggja marka forskot og var því í vænlegri stöðu. Staða þeirra batnaði svo til muna þegar Alexandre Lacazette skoraði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi á 36. mínútu leiksins. Þar með varð brekkan orðin mjög brött fyrir Napólí sem þurfti að skora fjögur mörk, jafntefli hefði sent Arsenal áfram á útivallarmörkum. Napólí náði ekki að koma marki í leikinn, í raun þurfti Petr Cech lítið að gera í marki Arsenal, og að lokum fóru Skytturnar örugglega í undanúrslitin. Valencia vann Villareal 2-0 og einvígið samtals 5-1 og fylgir Arsenal í undanúrslitin sem og Eintracht Frankfurt sem fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-0 sigur á Benfica, einvígið endaði 4-4. Evrópudeild UEFA
Arsenal tryggði sæti sitt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með eins marks sigri á Napólí á Ítalíu í kvöld. Arsenal fór inn í leikinn með tveggja marka forskot og var því í vænlegri stöðu. Staða þeirra batnaði svo til muna þegar Alexandre Lacazette skoraði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi á 36. mínútu leiksins. Þar með varð brekkan orðin mjög brött fyrir Napólí sem þurfti að skora fjögur mörk, jafntefli hefði sent Arsenal áfram á útivallarmörkum. Napólí náði ekki að koma marki í leikinn, í raun þurfti Petr Cech lítið að gera í marki Arsenal, og að lokum fóru Skytturnar örugglega í undanúrslitin. Valencia vann Villareal 2-0 og einvígið samtals 5-1 og fylgir Arsenal í undanúrslitin sem og Eintracht Frankfurt sem fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-0 sigur á Benfica, einvígið endaði 4-4.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti