Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 12:46 Kolbeinn hefur nú spurt Lilju hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða lög um fjölmiðla. „Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33