Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 08:30 Mohamed Salah sleppur vonandi við að hlusta á þessa söngva í leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn kemur. Vísir/Getty Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira