Gary Neville hló að Lukaku í beinni útsendingu Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 08:30 Romelu Lukaku var alveg búinn á því eftir einn góðan sprett í fyrri hálfleiknum. Getty/Simon Stacpoole Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Gary Neville gerði grín að Manchester United leikmanninum Romelu Lukaku í útsendingu Sky Sports frá leik United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er formið á belgíska framherjanum sem fékk fyrrum fyrirliða Manchester United til að hlæja í beinni. Romelu Lukaku hefur ýmist verið hafinn upp til skýjanna eða harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United en félagið keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton sumarið 2017. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oftar en ekki spilað Marcus Rashford sem fremsta mann og Romelu Lukaku hefur oftar en ekki þurft að dúsa á bekknum. Nú velta margir fyrir sér hvort Lukaku fari frá Old Trafford í sumar. Gary Neville var allt annað en ánægður með form Belgans þegar hann fylgdist með honum í fyrri hálfleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær.‘I genuinely think it’s a fitness issue. He’s knackered!’ Midway through the first half and Romelu Lukaku looked like he'd ran the London Marathon Gary Neville was in professional mode with Sky Sports but couldn't help laughing #MUFChttps://t.co/7CBcTGYsTQ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 28, 2019Gagnrýni Gary Neville kom eftir um hálftíma leik. Lukaku átti þá flottan sprett upp hægri vænginn en átti ekki meira eftir í tankinum þegar var komið að því að skila sér inn í teiginn. Lukaku hafði átt stóran þátt í marki Juan Mata í byrjun leiks en á 27. mínútu leit út fyrir að úthaldið væri að bregðast honum. „Ef ég segi alveg eins og er þá held ég að þetta sé spurning um formið hans,“ sagði Gary Neville. „Sjáðu hann þarna fyrir utan teig. Hann er alveg búinn á því og er kominn með hendurnar á mjaðmirnar,“ sagði Neville hlæjandi. Neville gat ekki staðist það að hlæja að Manchester United leikmanninum sem leit út fyrir að hafa nýlega klárað London maraþonið. „Þetta er vandamálið með Lukaku,“ sagði Neville eftir leikinn. „Hann er frábær þegar hann hleypur með boltann en hann getur síðan ekki tekið meira en einn sprett án bolta,“ sagði Neville. „Þarna tók hann einn góðan sprett og var algjörlega búinn á því eftir það. Hann leit út fyrir að vera strax orðinn þreyttur eftir einn eða tvo spretti. Það er stór ákvörðun hvað félagið ætlar að gera við hann,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira