Fótbolti

Tveir Íslendingaslagir og topplið í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Guðni í leik með Krasnodar.
Jón Guðni í leik með Krasnodar. vísir/getty
Norrköping og Malmö gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Báðir Íslendingarnir voru í eldlínunni.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping en Arnór Ingvi Traustason var tekinn af velli er átta mínútur voru eftir.

Norrköping er með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar en Malmö er í öðru sætinu með ellefu stig.

Í Rússlandi var einnig Íslendingaslagur er Krasnodar mætti CSKA Moskvu. Krasnodar hafði betur 2-0 en Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyrir Krasnodar.

Hörður Björgvin Magnússon var á bekknum hjá CSKA en Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn. Krasnodar er í þriðja sætinu en CSKA er í fjórða sætinu en tveimur stigum munar á liðunum.

Í Noregi var Samúel Kári Friðjónsson tekinn útaf í hálfleik er Viking tapaði 5-2 fyrir Rannheim. Viking er með níu stig eftir fyrstu fimm leikina.

Daníel Leó Grétarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson spiluðu allan leikinn fyrir Álasnd sem unnu 1-0 sigur á Netodden í norsku B-deildinni. Álasund er með þrettán stig eftir fyrstu fimm leikina á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×