Hægt væri að stækka selalaugina innan árs með fjármagni frá borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Selalaugin í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er alltof lítil og barn síns tíma að sögn deildarstjóra garðsins. Ef fjármagn fáist frá borginni væri hægt að stækka hana og dýpka innan árs. Selirnir Særún, Kobba og Snorri hafa verið í Selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í næstum þrjátíu ár en þau fæddust á árunum 1988 og 89. Í fréttum Bylgjunnar kom fram að til skoðunar væri að stækka laugina því aðstaða þeirra væri óásættanleg. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri garðsins segir að menn hafi talið stærðina fullnægjandi þegar garðurinn opnaði en tímarnir hafi breyst. „Þessi laug er barn síns tíma og má alveg við því að vera stækkuð og dýpkuð og það hafa verið uppi hugmyndir um að stækka hana hérna niður eftir og vera þar með dýpri hluta og þá gæti fólk jafnvel séð selina kafa,“ segir Þorkell.] Hann segir að ef fjármagn fáist til verkefnisins hjá borginni sé hægt að stækka laugina hratt. „Það væri hægt að klára svona verkefni innan árs ef við fáum fjármagn til þess,“ segir hann. Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Þorkell segir að Landselir séu í útrýmingarhættu við strendur landsins og því mikilvægt að standa vörð um tegundina, hins vegar sé ekki búið að ákveða hvað verði um kópa sem fæðast í garðinum. „Það er erfitt að svara því núna það kemur eiginlega bara í ljós í haust,“ segir Þorkell. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Selalaugin í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er alltof lítil og barn síns tíma að sögn deildarstjóra garðsins. Ef fjármagn fáist frá borginni væri hægt að stækka hana og dýpka innan árs. Selirnir Særún, Kobba og Snorri hafa verið í Selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í næstum þrjátíu ár en þau fæddust á árunum 1988 og 89. Í fréttum Bylgjunnar kom fram að til skoðunar væri að stækka laugina því aðstaða þeirra væri óásættanleg. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri garðsins segir að menn hafi talið stærðina fullnægjandi þegar garðurinn opnaði en tímarnir hafi breyst. „Þessi laug er barn síns tíma og má alveg við því að vera stækkuð og dýpkuð og það hafa verið uppi hugmyndir um að stækka hana hérna niður eftir og vera þar með dýpri hluta og þá gæti fólk jafnvel séð selina kafa,“ segir Þorkell.] Hann segir að ef fjármagn fáist til verkefnisins hjá borginni sé hægt að stækka laugina hratt. „Það væri hægt að klára svona verkefni innan árs ef við fáum fjármagn til þess,“ segir hann. Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Þorkell segir að Landselir séu í útrýmingarhættu við strendur landsins og því mikilvægt að standa vörð um tegundina, hins vegar sé ekki búið að ákveða hvað verði um kópa sem fæðast í garðinum. „Það er erfitt að svara því núna það kemur eiginlega bara í ljós í haust,“ segir Þorkell.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira