Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia.
Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir að félagið fari fram á skaðabætur eftir að vélin var kyrrsett sem trygging fyrir tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia. Eigandi vélarinnar tapi tugum milljóna á hverjum degi sem hún er ekki í notkun. Kyrrsetning vélarinnar sé ólögmæt og brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár.
Lögmenn Isavia telja sig vera í fullum rétti. Héraðsdómur veitti Isavia frest til næstkomandi þriðjudags til að skila greinargerð vegna málsins.
Isavia fær frest til að skila gögnum
Sighvatur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Viðskipti innlent

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent


Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent