Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi.

Rætt verður við fólkið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Áfram verður fylgst með rannsókn á harmleiknum í Mehamn í Noregi en aðstandendur Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana um helgina, hafa hrint af stað söfnun til þess að koma jarðneskum leifum hans til Íslands.

Þá verður staðan tekin á kjaraviðræðum samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins.Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður gangur í viðræðunum og fundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Auk þess fylgjumst við með átökunum í Venesúela í dag og ræðum við héraðsdómara um þriðja orkupakkann en hann segir að valdframsalið sem í honum felst rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×