Enskur úrslitaleikur í Evrópudeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Brúnni Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 21:45 Úr leik kvöldsins. vísir/getty Chelsea er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir sigur á Eintracht Frankfurt í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge í dag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Ekkert var skorað í framlengingunni og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Kepa var hetjan. Eftir frábæran undirbúning Eden Hazard skoraði Ruben Loftus-Cheek fyrsta mark leiksins á 28. mínútu en færið kláraði Englendingurinn vel eftir laglegan sprett Belgans. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik en á fjórðu mínútu síðari hálfleiks skoraði hinn funheiti framherji, Luka Jovic, enn eitt markið á þessari leiktíð eftir að boltinn hrökk inn fyrir vörn Chelsea. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Chelsea náði að koma boltanum í netið á 115. mínútu er Cesar Azpilicueta skallaði boltann í netið en markið var dæmt af. Í endursýningu sást að það var hárréttur dómur en Kevin Trapp, markvörður þeirra þýsku, var með hendur á boltanum. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.Chelsea v Eintracht Frankfurt is the first #UEL semi-final to be decided by a penalty shoot-out since the competition's re-branding. Spot kicks to determine a place in the #UEL final. pic.twitter.com/YBeKvPu39S — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Fyrirliðinn Cesar Azpilicueta lét verja frá sér en Kepa gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Frankfurt í röð og tryggði Chelsea þar með í úrslit. Chelsea er því komið í úrslitaleikinn sem leikinn verður í Bakú þann 29. maí. Mótherjinn verður Arsenal.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Sébastien Haller skorar fyrir Frankfurt, 0-1 Ross Barkley skorar fyrir Chelsea, 1-1 Luka Jovic skorar fyrir Frankfurt, 1-2 Kevin Trapp ver frá Cesar Azpilicueta, 1-2 Jonathan de Guzmán skorar fyrir Frankfurt, 1-3 Jorginho skorar fyrir Chelsea, 2-3 Kepa ver frá Martin Hinteregger, 2-3 David Luiz skorar fyrir Chelsea, 3-3 Kepa ver frá Gonçalo Paciência, 3-3 Eden Hazard skorar fyrir Chelsea, 3-4 Evrópudeild UEFA
Chelsea er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir sigur á Eintracht Frankfurt í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge í dag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Ekkert var skorað í framlengingunni og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Kepa var hetjan. Eftir frábæran undirbúning Eden Hazard skoraði Ruben Loftus-Cheek fyrsta mark leiksins á 28. mínútu en færið kláraði Englendingurinn vel eftir laglegan sprett Belgans. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik en á fjórðu mínútu síðari hálfleiks skoraði hinn funheiti framherji, Luka Jovic, enn eitt markið á þessari leiktíð eftir að boltinn hrökk inn fyrir vörn Chelsea. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Chelsea náði að koma boltanum í netið á 115. mínútu er Cesar Azpilicueta skallaði boltann í netið en markið var dæmt af. Í endursýningu sást að það var hárréttur dómur en Kevin Trapp, markvörður þeirra þýsku, var með hendur á boltanum. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.Chelsea v Eintracht Frankfurt is the first #UEL semi-final to be decided by a penalty shoot-out since the competition's re-branding. Spot kicks to determine a place in the #UEL final. pic.twitter.com/YBeKvPu39S — Squawka Football (@Squawka) May 9, 2019 Fyrirliðinn Cesar Azpilicueta lét verja frá sér en Kepa gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Frankfurt í röð og tryggði Chelsea þar með í úrslit. Chelsea er því komið í úrslitaleikinn sem leikinn verður í Bakú þann 29. maí. Mótherjinn verður Arsenal.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Sébastien Haller skorar fyrir Frankfurt, 0-1 Ross Barkley skorar fyrir Chelsea, 1-1 Luka Jovic skorar fyrir Frankfurt, 1-2 Kevin Trapp ver frá Cesar Azpilicueta, 1-2 Jonathan de Guzmán skorar fyrir Frankfurt, 1-3 Jorginho skorar fyrir Chelsea, 2-3 Kepa ver frá Martin Hinteregger, 2-3 David Luiz skorar fyrir Chelsea, 3-3 Kepa ver frá Gonçalo Paciência, 3-3 Eden Hazard skorar fyrir Chelsea, 3-4
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“