Fótbolti

Brosmildur Casillas þakkar stuðninginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Iker Casillas
Iker Casillas vísir/getty
Iker Casillas þakkaði fyrir stuðninginn á Twittersíðu sinni í kvöld en markvörðurinn fékk hjartaáfall á æfingu Porto í morgun.

Casillas, sem er einn sigursælasti markvörður sögunnar, gekkst undir aðgerð eftir að hann var fluttur á sjúkrahús og er nú í stöðugu ástandi.

Spánverjinn birti mynd af sér í sjúkrarúminu á Twitter í kvöld, brosandi, og skrifaði við hana að „það væri búið að ná stjórn á öllu“ og hann þakkaði sýnda velvild.





Casillas spilaði 725 leiki fyrir Real Madrid áður en hann færði sig yfir til Porto árið 2015. Hann er goðsögn innan spænska fótboltaheimsins og var hluti af spænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2008 og 2012 og heimsmeistari 2010.

Real Madrid sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði meðal annars:

„Við viljum senda okkar ástkæra fyrirliða Casillas allan okkar stuðning. Við viljum sjá hann verða heilan á ný eins fljótt og hægt er og sendum honum allt hugrekki heimsins.“

Fótboltaheimurinn hefur keppst við að senda Casillas baráttukveðjur í dag.


























Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×