Skólameistara MA og lögreglu greinir á um leyfi fyrir malarflutningavögnunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 20:48 Menntaskólinn á Akureyri. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30
Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45