Sextíu ár síðan Ísland spilaði fyrsta landsleik sinn í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 17:30 Fyrsta landslið Íslands í körfubolta. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Bogi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson, Guðmundur Árnason, Friðrik Bjarnason og Ingólfur Örnólfsson. Neðri röð frá vinstri: Þórir Arinbjarnason, Ólafur Thorlacius, Birgir Örn Birgis, Ingi Þorsteinsson, Guðni Ó Guðnason, Þorsteinn Hallgrímsson og Lárus Lárusson, Á myndina vantaði Jón Eysteinsson. Mynd/KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR Körfubolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands minnist þess í dag að sextíu ár séu liðin síðan að Ísland spilaði sinn fyrsta A-landsleik í körfubolta. Leikurinn var við Dani og fór fram 16. maí 1959. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og tapaði naumlega en Danir voru þarna að spila sinn fertugasta landsleik. „Í dag 16.maí eru 60 ár frá fyrsta landsleik okkar í körfubolta - það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég hugsa til þessara miklu eldhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast vel nokkrum þessara einstaklinga og þannig þekkja söguna okkar enn betur,“ skrifaði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ á fésbókarsíðu sína. Kristinn V. Jóhannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 10 stig en Þorsteinn Hallgrímsson skoraði sjö stig og Ólafur Thorlacius var með sex stig. Ingi Þorsteinsson (4 stig), Lárus Lárusson, Þórir Arinbjarnarson, Ingi Gunnarsson (allir 3 stig) og Birgir Örn Birgis (2 stig) komust allir á blað. Í fyrsta byrjunarliði Íslands voru þeir Kristinn V. Jóhannsson, Ingi Gunnarsson, Lárus Lárusson, Þorsteinn Hallgrímsson og Birgir Örn Birgis. Þeir tveir síðastnefndu, Þorsteinn og Birgir Örn, voru aðeins sextán ára gamlir, og áttu báðir eftir að sitja mikinn svip á íslenskan körfubolta. Ingi Gunnarsson og Friðrik Bjarnason náðu því líka að vera í fyrsta Íslandsmeistaraliðinu sjö árum fyrr en þeir hjálpuðu ÍKF, Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, að vinna titilinn vorið 1952. Ingi var fyrirliði fyrstu Íslandsmeistaranna og líka fyrirliði fyrsta íslenska landsliðsins. Fyrir tíu árum síðan voru liðsmenn liðsins heiðraðir sérstaklega fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og fengu liðsmenn sem áttu heimangengt innrammaða liðsmynd af liðinu.Í fyrsta íslenska landsliðshópnum voru: Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri Kristinn V.Jóhannsson - ÍS Guðmundur Árnason - KFR Ólafur Thorlacius - KFR Birgir Örn Birgis - Ármanni Guðni Ó Guðnason - ÍS Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR Jón Eysteinsson - ÍS Lárus Lárusson - Ármanni Þórir Arinbjarnason - ÍS Ingi Gunnarsson - ÍKF Friðrik Bjarnason - ÍKF Ingi Þorsteinsson - KFR
Körfubolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum