Leikmennirnir sem toppliðin í ensku deildinni ætla að kaupa í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 10:00 Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er eftirsóttur. Getty/Rob Newell Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu lauk um helgina og næsti leikur í deildinni fer ekki fram fyrr en í ágúst. Það á aftur á móti mikið eftir að gerast í deildinni þangað til. Ensku úrvalsdeildarliðin eru þekkt fyrir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum á sumrin og það er öruggt að ný andlit munu sjást í ensku deildinni næsta haust. Breska ríkisútvarpið tók fyrir toppliðin sex og velti því fyrir sér hvað þau ætli að gera á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta eru liðin Manchester City, Liverpool, Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United og þetta er fróðleg samantekt. Flestra augu verða á Ole Gunnar Solskjær og Manchester United en það er búist við miklum breytingum þar á bæ. Solskjær hefur boðað þær enda endaði United liðið 32 stigum á eftir meisturum Manchester City.Man City ? Liverpool ? Chelsea ? Spurs ? Arsenal ? Man Utd ? Here's who the top six are targeting this summer.https://t.co/BXJJiCZQHApic.twitter.com/lIuyExTa9o — BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2019Samkvæmt úttekt BBC þá vantar Englandsmeistara Manchester City djúpan miðjumann og miðvörð vinstra megin. Liðið hefur verið öflugt í að styrkja liðið á síðustu árum og það verður væntanlega ekki breyting á því núna. Hinn 22 ára gamli miðjumaður Rodri hjá Atletico Madrid þykir líklegur en City ætlar ekki að reyna að kaupa Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon. City hefur líka áhuga á Aaron Wan-Bissaka, 21 árs bakverði Crystal Palace. BBC á ekki von á miklum breytingum hjá Liverpool og líklega mun Jürgen Klopp í mesta lagi kaupa einn til tvo leikmenn. Liðið mun hafa augun opin fyrir vinstri bakverði, kannski miðverði og mögulega fjölhæfum sóknarmanni sem gæti spilar margar stöður framarlega á vellinum.Liverpool mun aftur á móti ekki selja sína bestu leikmenn sem eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmennina enda hafa mörg félög áhuga á mönnum eins og Mohamed Salah og Roberto Firmino. Chelsea getur lítið gert haldi félagsskiptabannið sem félagið var dæmt í á dögunum. Þeir hafa áfrýjað en niðurstöður úr Íþróttadómstólnum gætu kannski ekki komið fyrr en í júlí og þá er lítill tími til stefnu. Stærsta spurningin er sem áður um framtíð Eden Hazard sem er væntanlega á förum til Real Madrid í sumar. Sleppi Chelsea við bannið er ljóst að félagið mun láta til sín taka á markaðnum eins og áður.Jadon Sancho Kalidou Koulibaly Rodri David Ornstein has analysed some of the Premier League's biggest transfer targets this summer https://t.co/qw6xuzsbSSpic.twitter.com/jbR2r8aHVt — BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2019Tottenham hefur ekkert gert í síðustu tveimur félagsskiptagluggum og kemst varla upp með það þriðja gluggann í röð. Tottenham hefur mikinn áhuga á Ryan Sessegnon hjá Fulham en það hafa fleiri félög. Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen verður mögulega seldur í sumar þar sem hann vill ekki framlengja samninginn sinn. Victor Wanyama og mögulega Eric Dier gætu líka yfirgefið Tottenham. Fari allir þessir menn þá þarf Tottenham að kaupa inn á miðjuna. Liðið vantar líka framherja því það er erfitt að þurfa alltaf treysta á hinn 34 ára gamla Fernando Llorente þegar reynir á breiddina í framlínu liðsins.Arsenal mun gera dauðaleit að eftirmanni Aaron Ramsey og félagið ætti að fá mun meiri pening í nýja leikmenn takist því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með sigri í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið vantar miðvörð og miðjumann í stað Aaron Ramsey. Arsenal gæti einnig reynt að finna sókndjarfan mann á vænginn. Svo þarf Arsenal að ákveða hvort að ungu strákarnir verðu með á fullu næsta vetur eða hvort þeir verða sendir út í lán.Man City Liverpool Chelsea Spurs Arsenal Man Utd Here's who the top six are targeting this summer.https://t.co/BXJJiCZQHApic.twitter.com/BPJukoajlg — BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2019Manchester United mun örugglega verða stórtækt á markaðnum. Fjöldi leikmanna munu yfirgefa félagið og margir verða keyptir. Það þarf að hreinsa til á Old Trafford og nýr stjóri gerir sér vel grein fyrir því eftir skelfilegan endi á tímabilinu. United hefur mikinn áhuga á það kaupa miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Napoli en hann gæti verið mjög dýr. Þá mun United keppa við City um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace. Mjög ofarlega á óskalistanum er síðan Jadon Sancho, ungi enski landsliðsmaðurinn hjá Dortmund. Jadon Sancho vildi koma til United en það gæti hafa breyst nú þegar ljóst er að liðið verður ekki í Meistaradeildinni. PSG, Barcelona og Real Madrid vilja líka fá Sancho þannig að það er mikil samkeppni um þennan 19 ára strák sem mun örugglega fara í stærra lið í sumar. Það má finna frekari vangaveltur um toppliðin og leikmannamarkaðinn í sumar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu lauk um helgina og næsti leikur í deildinni fer ekki fram fyrr en í ágúst. Það á aftur á móti mikið eftir að gerast í deildinni þangað til. Ensku úrvalsdeildarliðin eru þekkt fyrir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum á sumrin og það er öruggt að ný andlit munu sjást í ensku deildinni næsta haust. Breska ríkisútvarpið tók fyrir toppliðin sex og velti því fyrir sér hvað þau ætli að gera á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta eru liðin Manchester City, Liverpool, Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United og þetta er fróðleg samantekt. Flestra augu verða á Ole Gunnar Solskjær og Manchester United en það er búist við miklum breytingum þar á bæ. Solskjær hefur boðað þær enda endaði United liðið 32 stigum á eftir meisturum Manchester City.Man City ? Liverpool ? Chelsea ? Spurs ? Arsenal ? Man Utd ? Here's who the top six are targeting this summer.https://t.co/BXJJiCZQHApic.twitter.com/lIuyExTa9o — BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2019Samkvæmt úttekt BBC þá vantar Englandsmeistara Manchester City djúpan miðjumann og miðvörð vinstra megin. Liðið hefur verið öflugt í að styrkja liðið á síðustu árum og það verður væntanlega ekki breyting á því núna. Hinn 22 ára gamli miðjumaður Rodri hjá Atletico Madrid þykir líklegur en City ætlar ekki að reyna að kaupa Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon. City hefur líka áhuga á Aaron Wan-Bissaka, 21 árs bakverði Crystal Palace. BBC á ekki von á miklum breytingum hjá Liverpool og líklega mun Jürgen Klopp í mesta lagi kaupa einn til tvo leikmenn. Liðið mun hafa augun opin fyrir vinstri bakverði, kannski miðverði og mögulega fjölhæfum sóknarmanni sem gæti spilar margar stöður framarlega á vellinum.Liverpool mun aftur á móti ekki selja sína bestu leikmenn sem eru mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmennina enda hafa mörg félög áhuga á mönnum eins og Mohamed Salah og Roberto Firmino. Chelsea getur lítið gert haldi félagsskiptabannið sem félagið var dæmt í á dögunum. Þeir hafa áfrýjað en niðurstöður úr Íþróttadómstólnum gætu kannski ekki komið fyrr en í júlí og þá er lítill tími til stefnu. Stærsta spurningin er sem áður um framtíð Eden Hazard sem er væntanlega á förum til Real Madrid í sumar. Sleppi Chelsea við bannið er ljóst að félagið mun láta til sín taka á markaðnum eins og áður.Jadon Sancho Kalidou Koulibaly Rodri David Ornstein has analysed some of the Premier League's biggest transfer targets this summer https://t.co/qw6xuzsbSSpic.twitter.com/jbR2r8aHVt — BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2019Tottenham hefur ekkert gert í síðustu tveimur félagsskiptagluggum og kemst varla upp með það þriðja gluggann í röð. Tottenham hefur mikinn áhuga á Ryan Sessegnon hjá Fulham en það hafa fleiri félög. Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen verður mögulega seldur í sumar þar sem hann vill ekki framlengja samninginn sinn. Victor Wanyama og mögulega Eric Dier gætu líka yfirgefið Tottenham. Fari allir þessir menn þá þarf Tottenham að kaupa inn á miðjuna. Liðið vantar líka framherja því það er erfitt að þurfa alltaf treysta á hinn 34 ára gamla Fernando Llorente þegar reynir á breiddina í framlínu liðsins.Arsenal mun gera dauðaleit að eftirmanni Aaron Ramsey og félagið ætti að fá mun meiri pening í nýja leikmenn takist því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með sigri í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið vantar miðvörð og miðjumann í stað Aaron Ramsey. Arsenal gæti einnig reynt að finna sókndjarfan mann á vænginn. Svo þarf Arsenal að ákveða hvort að ungu strákarnir verðu með á fullu næsta vetur eða hvort þeir verða sendir út í lán.Man City Liverpool Chelsea Spurs Arsenal Man Utd Here's who the top six are targeting this summer.https://t.co/BXJJiCZQHApic.twitter.com/BPJukoajlg — BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2019Manchester United mun örugglega verða stórtækt á markaðnum. Fjöldi leikmanna munu yfirgefa félagið og margir verða keyptir. Það þarf að hreinsa til á Old Trafford og nýr stjóri gerir sér vel grein fyrir því eftir skelfilegan endi á tímabilinu. United hefur mikinn áhuga á það kaupa miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Napoli en hann gæti verið mjög dýr. Þá mun United keppa við City um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace. Mjög ofarlega á óskalistanum er síðan Jadon Sancho, ungi enski landsliðsmaðurinn hjá Dortmund. Jadon Sancho vildi koma til United en það gæti hafa breyst nú þegar ljóst er að liðið verður ekki í Meistaradeildinni. PSG, Barcelona og Real Madrid vilja líka fá Sancho þannig að það er mikil samkeppni um þennan 19 ára strák sem mun örugglega fara í stærra lið í sumar. Það má finna frekari vangaveltur um toppliðin og leikmannamarkaðinn í sumar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira