Fær verðlaunapening þrátt fyrir að sitja í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 13:30 Aleksandr Kokorin. Getty/ Igor Russak Rússneski landsliðsmaðurinn Aleksandr Kokorin tók þátt í að gera Zenit St Petersburg að rússneskum meisturum í ár en hann verður þó hvergi nálægt þegar titilinn fer á loft. Ástæðan er að Aleksandr Kokorin situr nú á bak við luktar dyr. Kokorin fékk átján mánaða dóm fyrir að ráðast á embættismann en hann hefur verið í vörslu lögreglu síðan í október. Áður en hann var handtekinn þá náði Aleksandr Kokorin að spila þrjá leiki með Zenit í rússnesku deildinni. Hann var samt sem áður á lista félagsins yfir nýkrýnda meistara og fær verðlaunapening. „Ég held að við munum bíða þar til að við getum látið hann fá hann í eigin persónu,“ sagði Aleksandr Medvedev, forseti Zenit St Petersburg.Jailed Russia international Aleksandr Kokorin will receive his league winners' medal after his team won the domestic title, the club's president says. More: https://t.co/SvkLawW4fDpic.twitter.com/r8VxBXwS2h — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019Zenit liðið hefur níu stiga forystu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Liðið er með 61 stig en Lokomotiv Moskva er með 52 stig. „Það er mín skoðun að leikmaðurinn eigi að fá þennan verðlaunapening þegar hann sleppur út,“ sagði Medvedev en formaðurinn tók illa í þá hugmynd að láta fjölskyldu leikmannsins fá gullverðlaunin. Zenit St Petersburg varð rússneskur meistari í fyrsta sinn síðan 2015 en þetta er fimmti meistaratitill félagsins. Sá fyrsti kom í hús árið 2007. Í kjölfarið á fréttum af verðlaunapeningi Aleksandr Kokorin hafa farið fram líflega umræður í Rússlandi hvort það sé rétt og í raun leyft samkvæmt reglum að verðlauna og heiðra mann sem situr í fangelsi. Hinn 28 ára gamli Aleksandr Kokorin spilaði í 126 mínútur með Zenit St Petersburg á öllu tímabilinu. Rússneska deildin leyfir hins vegar meisturunum að gefa 40 leikmönnum verðlaunapening og þar skiptir leiktíminn engu máli. Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Rússneski landsliðsmaðurinn Aleksandr Kokorin tók þátt í að gera Zenit St Petersburg að rússneskum meisturum í ár en hann verður þó hvergi nálægt þegar titilinn fer á loft. Ástæðan er að Aleksandr Kokorin situr nú á bak við luktar dyr. Kokorin fékk átján mánaða dóm fyrir að ráðast á embættismann en hann hefur verið í vörslu lögreglu síðan í október. Áður en hann var handtekinn þá náði Aleksandr Kokorin að spila þrjá leiki með Zenit í rússnesku deildinni. Hann var samt sem áður á lista félagsins yfir nýkrýnda meistara og fær verðlaunapening. „Ég held að við munum bíða þar til að við getum látið hann fá hann í eigin persónu,“ sagði Aleksandr Medvedev, forseti Zenit St Petersburg.Jailed Russia international Aleksandr Kokorin will receive his league winners' medal after his team won the domestic title, the club's president says. More: https://t.co/SvkLawW4fDpic.twitter.com/r8VxBXwS2h — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019Zenit liðið hefur níu stiga forystu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Liðið er með 61 stig en Lokomotiv Moskva er með 52 stig. „Það er mín skoðun að leikmaðurinn eigi að fá þennan verðlaunapening þegar hann sleppur út,“ sagði Medvedev en formaðurinn tók illa í þá hugmynd að láta fjölskyldu leikmannsins fá gullverðlaunin. Zenit St Petersburg varð rússneskur meistari í fyrsta sinn síðan 2015 en þetta er fimmti meistaratitill félagsins. Sá fyrsti kom í hús árið 2007. Í kjölfarið á fréttum af verðlaunapeningi Aleksandr Kokorin hafa farið fram líflega umræður í Rússlandi hvort það sé rétt og í raun leyft samkvæmt reglum að verðlauna og heiðra mann sem situr í fangelsi. Hinn 28 ára gamli Aleksandr Kokorin spilaði í 126 mínútur með Zenit St Petersburg á öllu tímabilinu. Rússneska deildin leyfir hins vegar meisturunum að gefa 40 leikmönnum verðlaunapening og þar skiptir leiktíminn engu máli.
Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira