Fótbolti

Tap gegn Portúgal í markaleik og „litlu strákarnir okkar“ úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir er þeir tryggðu sér sæti í lokamótinu.
Strákarnir er þeir tryggðu sér sæti í lokamótinu. vísir/ksí
Íslenska landsliðið skipað drengjum sautján ára og yngri er úr leik í lokakeppni Evrópumótsins eftir 4-2 jafntefli gegn Portúgal í dag.

Íslenska liðinu dugði jafnteflinu fyrir leikinn en Portúgal komst yfir á 32. mínútu áður en Ísak Bergmann Jóhannesson, Skagamaður, jafnaði fimm mínútum síðar.

Portúgalar komust aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá skoraði Fabio Silva. Ísland jafnaði aftur metin er Framarinn Mikael Egill Ellertsson jafnaði á 71. mínútu.

Portúgal náði þó að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungnum og íslenska liðið því úr leik eftir hetjulega baráttu í lokakeppninni.

Ungverjaland endar á toppi riðilsins með níu stig, Portúgal í öðru með sex, Ísland í þriðja með þrjú og Rússland á botninum án stiga.

Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson eru þjálfarar liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×