Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum.
Ef ekkert óvænt kemur upp á mun Real kynna Hazard til leiks þann 3. júní sem er mánudagur.
Hazard er að spila með Chelsea í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og það verður væntanlega hans síðasti leikur fyrir félagið. Hann hefur verið hjá Chelsea í sjö ár.
Real hefur ekki farið leynt með að Hazard sé aðalmaðurinn í uppbyggingu félagsins en Neymar og Mbappé eru væntanlega ekki á förum til Spánar.
Ekki er ólíklegt að Real muni kynna fleiri leikmenn til leiks í upphafi júní en þar ætla menn að galopna veskið eftir vonbrigði vetrarins.
