Happaskórnir eyðilögðust Benedikt Bóas skrifar 29. maí 2019 12:30 Jack Grealish er greinilega mjög hjátrúarfullur en fyrir utan að spila í nánast handónýtum skóm var hann að sjálfsögðu með barnalegghlífarnar um sköflunginn og sokkana niðri. Nokkuð sem hann neitar að breyta. Getty/Malcolm Couzens Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira