Tónlist

Ný plata frá KÁ/AKÁ: "Var kominn með svona nett ógeð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór gaf út nýja plötu um helgina.
Halldór gaf út nýja plötu um helgina. BJÖRN JÓNSSON
Rapparinn Halldór Kristinn Harðarson einnig þekktur undir listamannsnafninu KÁ/AKÁ sendi um helgina frá sér nýja plötu á en hún er unnin í samstarfi með þeim Helga Sæmundi úr Úlfur Úlfur og Birni Val.

Halldór segir að þegar hann hafi byrjað á plötunni í desember á síðasta ári hafi hann hugsað um það hvort hann ætti að hætta í tónlist.

„Ég var kominn með svona nett ógeð og það var einhver dofi í manni, en ég hugsaði að ég myndi keyra á þetta og bara hafa gaman af þessu, það var svona meginmarkmiðið. Það held ég bara tókst og mér þykir mjög vænt um þessa plötu,“ segir Halldór í samtali við miðilinn Kaffið.

Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum streymisveituna Spotify.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.