Fótbolti

Man. Utd og Barcelona eru ekki draumafélög De Ligt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Ligt ætlar ekki að ana að neinu.
De Ligt ætlar ekki að ana að neinu. vísir/getty
Kapphlaupið um varnarmanninn magnaða, Matthijs de Ligt, heldur áfram en öll stærstu félög Evrópu vilja fá þetta undrabarn í sínar raðir.

Hinn 19 ára De Ligt var fyrirliði spútnikliðs Ajax í vetur og átti stóran þátt í velgengni liðsins. Ajax reiknar fastlega með því að missa hann í sumar.

„Ég veit ekki enn hvað ég geri. Það hefur mikið verið rætt og ritað en ekki allt satt. Frenkie valdi að fara til Barcelona en ég hef ekki tekið neina ákvörðun,“ sagði þessi yfirvegaði ungi drengur sem heldur ró sinni þrátt fyrir áhuga stórliðanna. Hann á ekkert draumafélag.

„Ég á mér ekkert draumafélag fyrir utan Ajax. Það var alltaf minn draumur að spila þar og ég hef náð því markmiði. Nú er ég að skoða hvað sé best fyrir minn feril.“

Þrátt fyrir gríðarlegan áhuga er alls ekkert víst að De Ligt fari. Hann gæti talið það henta sér best að vera bara áfram hjá Ajax.

„Ég er enn með samning við Ajax og það er möguleiki á því að ég verði hér áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×