Füchse Berlin vann eins marks sigur á Rhein-Neckar Löwen, 34-33, er liðin mættust í þriðju síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Füchse Berlin var með öll tökin á leiknum í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 20-14.
Veislunni var þó ekki lokið því hægt og rólega í síðari hálfleik minnkuðu Ljónin muninn. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark er mínúta var eftir en nær komust þeir ekki.
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse en hjá Löwen var Guðjón Valur Sigurðsson markahæstur með sjö mörk.
Füchse er í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig en Löwen eru í þriðja sætinu með 50 stig.
Tíu íslensk mörk í sigri Bjarka á Guðjóni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn




Fleiri fréttir
