Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 21:11 Sibir, systurskip Úralsins. getty/Igor Russak Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís. Norðurslóðir Rússland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís.
Norðurslóðir Rússland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira