Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 16:59 Lögreglan handtekur mótmælanda. getty/Robin Pope Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“ Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“
Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira