Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá Viborg sem vann 4-0 sigur á Fremad Amager í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í dag.
Viborg endaði í 2. sæti deildarinnar og mætir Hobro í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Viborg átti möguleika á deildarmeistaratitlinum fyrir lokaumferðina en þá hefði Silkeborg þurft að misstíga sig gegn Nykøbing. Það gerðist ekki og Silkeborg tryggði sér titilinn með 2-0 sigri.
Frederik Schram sat á varamannabekk Roskilde sem laut í lægra haldi fyrir Køge, 3-1, á útivelli. Roskilde endaði í 9. sæti deildarinnar.
Fyrr í vikunni var greint frá því að Frederik myndi yfirgefa herbúðir Roskilde eftir tímabilið.
