Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
„Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira